Radíus menningar

Ferðir

Margar stórborgir Evrópu eru einn km í radíus um borgarmiðju, Vínarborg, Bruxelles, Kaupmannahöfn, Amsterdam, Madrid. Oft voru þær áður umluktar borgarmúr, sem var um sex km að lengd. Utar húktu varnarlaus Breiðholt og Grafarvogar. Reykjavík er ein af þessum borgum. Ef eins kílómetra hringur er dreginn kringum Lækjartorg, er jaðar hringsins við Snorrabraut, Ánanaust og Hringbraut. Þetta er auðvitað hverfi númer 101, nafli heimsins í flestum stórborgum. Aðeins fáar borgir eru stærri, París og New York. Menningarsaga okkar hefur verið háð innan hinna þröngu hringja. Auðvitað í hverfum 101.