Ráðizt á kapla

Punktar

Einu sinni er tilviljun, tvisvar er sorglegt, en þrisvar er samsæri. Þetta er útlendur málsháttur. Hann segir óeðlilegt, að þrír símakaplar skemmist á svipuðum tíma. Tveir norðan við Alexandríu í Egyptalandi 30. janúar og einn kapall vestan við Dubai á Arabíuskaga 1. febrúar. Sama dag datt netsamband niður við Íran, fjórða tilviljunin. Skemmdir þessar höfðu mikil tímabundin áhrif á internetið og veraldarvefinn. Þær minna á, að kaplar eru viðkvæmir í sjó. Draga má akkeri fram og aftur yfir þá til eyðileggingar. Við þurfum því að efla kapalgæzlu á hafsvæðunum við Ísland, t.d. vegna netþjónabúa.