Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti flugbann á Líbýu. Rússland og Kína treystust ekki til að víkja langt frá samstöðu og sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Flugbannið nær til allra hernaðaraðgerða annarra en innrásar á landi. Ekki verður þó ráðizt á stórskotalið eða þyrlur. Aðeins á hernaðarmannvirki, svo sem flugvelli, loftvarnahreiður og herflugvélar. Bannið hefur þegar stappað stálinu í uppreisnarmenn, sem fögnuðu ótæpilega í nótt, þegar fréttirnar bárust. Samt mun taka nokkra daga að koma á flugbanni. Í fyrstu verður beitt flugsveitum arabaríkja og síðan brezkum og frönskum, jafnvel ítölskum.