“Ráðlagt frá” “hittingi”

Punktar

Við þurfum að vara okkur á föstum orðasamböndum hefðbundnum. Ofnotkun þeirra lætur tungumálið stirðna. Sagt er að “ráða einhverjum frá einhverju” og “ráðleggja einhverjum eitthvern hlut”. Rétt er samt líka að segja “ráðleggja einhverjum frá einhverju”. Sama er að segja um “hitting”. Ég skil, hvað við er átt. Notandi forðast orðið “fundur”, því að hann er með tilbrigði í huga, óformlegan fund. Ensk tunga orðgnóttar nýtur þess, að hafa blæbrigðamun á fjölda samheita. Fjölgum því tilbrigðum í frásögn á íslenzku. Svo að ekki sé bara til gömul og stirðnuð leið hefðbundinna orða og fastra orðasambanda.