Ráðstefnu-gullnáman

Punktar

Ráðstefnugestir nota tvöfalt meiri peninga hér á landi en aðrir ferðamenn. Skynsamlegt er að nota fé til að efla ráðstefnuhald fremur en aðra þætti ferðamála. Markaður fyrir ráðstefnur er nánast ótakmarkaður. Flest samtök og fyrirtæki eiga enn eftir að bæta Íslandi á ráðstefnulistann. Í Reykjavík þarf að reisa fleiri hótel. Þar á meðal hótelið á Hörpulóðinni, þótt kvosin verði að öðru leyti látin í friði. Hægt er að reisa hótel í jaðri gamla miðbæjarins, svo sem við Ánanaust og Mýrargötu, við Þverholt og Bríetartún. Veitingahúsin birtast svo næstum sjálfkrafa. Þetta er sannkölluð gullnáma.