Vitlausasta hugmyndin um nýja mynt kemur frá Geir Haarde forsætis. Hann kýs dollar fremur en evru. Hann gælir við þá mynt, sem er hallærislegust næst á eftir krónunni. Dollar hefur árum saman sigið gagnvart öðrum myntum, einkum evrunni. Eini kosturinn við að taka upp erlenda mynt er að fá sterka mynt í stað veikrar. Dollar fullnægir ekki þeirri kröfu. Sennilega er forsætis bara að þyrla upp ryki, því að hann er rökþrota. Um leið eflir hann vantrú erlendra sérfræðinga á Geir Haarde. Hann flutti hugmyndina á erlendri ráðstefnu. Þar störðu menn á hann stórum augum eins og eitthvert fyrirbæri.