Ráðum ekki við veðrið

Punktar

Of seint er orðið að bjarga jörðinni frá ofhitnun. Hitinn eykst hraðar en áður. Mótaðgerðir ríkja og ríkjasamtaka eru of fálmkenndar, óskipulegar og síðbúnar. Evrópusambandið hefur staðið sig einna bezt, en það eitt dugir ekki. Pólitíkusar eru margir næsta blindir á þetta örlagamál. Fremstur fer þar í flokki Donald Trump. Slíkir dólgar ógna forsendum núverandi lífsskilyrða. Hugsanlegt er þó, að stórfelldar og yfirgengilegar hamfarir, stormar, hvirfilbyljir, sjógangur, landsig og hærri sjávarstaða verði til þess, að fólk vakni snögglega til vitundar um örlög sín. Geri varnir gegn hlýnun jarðar að pólitísku forgangsmáli.