Skortur á fagmennsku muni ekki standa aukinni ferðaþjónustu fyrir þrifum. Hér er mikið af vel menntuðum kokkum og mikið af elskulegu fólki til að reka hótel og veitingastaði. Hvort tveggja fær aðhald af reynslusögum ferðalanga á TripAdvisor. Þar kemur fram, að víða fá ferðamenn frábæra gistingu hér og flottan mat. Þar fá þeir líka að heyra það, sem standa sig illa. Við munum í fagmennsku þola 15% aukningu í ferðamannastraumi á ári hverju. Plön um aukið gistirými eru víðtæk og munu vafalaust standa undir eftirspurn. Vandinn er mestur í of vægu eftirliti og lélegum frágangi við helztu náttúruperlurnar.