Ráðuneyti spinnur lygaþráð

Punktar

Utanríkisráðuneytið hefur af og til í heilt ár látið mæla afstöðu fólks til framboðs Íslands í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ráðuneytið hefur haldið niðurstöðunum leyndum. Þar með er það að blekkja kjósendur, ljúga að þeim. Það telur, að fólki komi niðurstöður þessara kannana ekki við. Það var ekki fyrr en í þessum mánuði, að það birti niðurstöðu nýrrar könnunar. Birtingin stafar af, að meirihluti spurðra studdi framboðið að þessu sinni. Þá taldi ráðuneytið óhætt að láta fólk vita. Að baki vinnubragðanna er ógeðfellt ráðuneyti, sem telur sig hafa vald til að spinna þjóðinni lygaþráð.