Rækta manndrápsbrokk

Hestar

Langverstu mistökin í ræktun og sýningum íslenzkra hrossa er áherzlan á manndrápsbrokk. Því er fagurlýst sem svifmiklu brokki og veldur stjórnlausri gleði áhorfenda á sýningum. Nánast bara fagmenn geta setið slíkt brokk, sem kalla má hlunkabrokk. Hryggurinn á hestinum er þá eins og stálbiti, sem hossast upp og niður. Þetta firrta mat á brokki kemur frá útlöndum, líklega fyrst frá dönskum kerruhestum. Íslendingar þurfa ekki þetta bikkjubrokk. Brokkhlunkar eru óhæfir í leitum og ferðum. Við þurfum dúnmjúka hesta, sem gleðja reiðmenn á öllum gangi. Hesta Einars Ben. og Hannesar Hafstein.