Stjórnarflokkarnir skertu ríkistekjur samanlagt um 20 milljarða með því einu að lækka auðlindarentu kvótagreifa. Fyrir þá upphæð hefði verið hægt að reisa nýjan Landspítala á þremur árum. Eða hindra þá upplausn velferðar, sem öllum er að verða sýnileg. Stéttaskipting magnast, fátækt eykst og öryggisnet okkar víðast orðið laskað. Allt vegna þjónustu stjórnarflokkanna við kvótagreifa. Nýjasta lækkunin var síðasta dag alþingis og þá sat Björt framtíð hjá. Það er sama og að sitja hjá í lífinu og bíða eftir, að ráðherrastóll komi fljúgandi. Þurfum að losna við pólitíska bófa og bjóða allan kvóta út á opnum uppboðum.