Rænt og ruplað í Írak

Punktar

Í stjórnleysinu í kjölfar upphafs hernáms Bandaríkjanna á Írak hurfu 15.000 forngripir úr þjóðminjasafninu, sem var eitt hið merkasta í heimi fyrir innrásina. Margir þessir gripir eru 7000 ára gamlir. 3.000 gripir hafa fundizt aftur í Bagdað, 1.600 í nágrannaríkjunum, 300 á Ítalíu og 600 í Bandaríkjunum. Þar að auki hafa rústir forna borga í Súmer, svo sem Umma og Larsa, verið jafnaðar við jörðu. Mikið af skemmdunum eru á vegum hernámsliðsins, sem hefur alls enga tilfinningu fyrir menningarsögu vöggu mannkyns í Írak. Til dæmis hafa skriðdrekar eyðilagt Istar-hliðið í Babýlon.