Farið á Wikipedia.org. Sjáið þar, að hundruð manna hafa verið drepin með rafbyssunum, sem ríkislögreglustjórinn hér vill taka í notkun. Talsmaður embættisins laug á mbl.is í gær, að þær væru hættulausar. Í alfræðibókinni er rækilega rakið, hversu hættulegt vopnið er. Þar er sagt frá ýmsum málaferlum, sem hafin eru vegna þess. Ég fæ ekki skilið, að nokkur sé svo geðsjúkur að vilja afhenda það löggunni hér á landi. En ljóst er þó, að ríkislögreglustjóri okkar fetar skref fyrir skref í átt til lögregluríkis. Til þess hefur hann stuðning dómsmálaráðherrans. Vaknið þið því, borgarar.