Í gamla daga fluttu hægri menn þjóðmálaumræðuna á Volgubakka, þegar þeir komust í þrot. Fóru að tala um Sovétríkin. Ragnar H. Hall lagatæknir Exeter-snillinga fer sömu leið. Hefur ákveðið að hafa litlar varnir uppi í málinu, heldur talar ítrekað um Evu Joly. Hún hafi of mikil áhrif á Sérstakan saksóknara, ríkisstjórnina og almenning. Sé ætlað að sefa reiði almennings. Sé harðari af sér en dómurum muni finnast eðlilegt, vilji beita hlerunum. Þessi sérkennilegi málflutningur lagatæknis er athyglisverður. Má búast við, að lagatæknar bankabófa muni almennt beina blaðri sínu að Signubökkum?