Ragnar í ruglinu

Punktar

Hagfræðingar eru yfirleitt lítilla sanda og lítilla sæva. Neðstur er þar Ragnar Árnason prófessor. Hefur ekki kíkt í fræðibækur frá skólaárum. Predikar enn, að hlaða beri sem mest undir kvótagreifa, svo að brauðmolar sáldrist af borðum þeirra yfir fátæka. Hlegið er að þessari tilgátu um allan heim.  Allt annað er uppi á teningunum. Kvótagreifar taka mest af arðinum með hækkun í hafi. Selja sjálfum sér fiskinn í útlöndum og taka mismun á þurru. Hann er utan þjóðbúsins og hverfur í völundarhús skattaskjóla. Því er brýnt, að bjóða út aflaheimildir, svo að sjálfkrafa komi í ljós, hver skuli vera auðlindarenta til þjóðarinnar.