Ragnar Önundarson er væntanlega þessa stundina að semja afsagnarbréf sem varaformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og varaformaður Framtakssjóðs Íslands. Kastljós upplýsti í gærkvöldi um forustu hans í umfangsmiklum og ógeðslegum lögbrotum Eurocard og Visa. Vafasamt er líka, að Kristinn R. Jóhannesson, formaður VR, geti setið áfram. Hvatti til ráðningar Ragnars, þrátt fyrir andmæli Bjarka Steingrímssonar stjórnarmanns. Kristinn segir Ragnar hafa logið um ábyrgð stjórnar og eigenda á svindli Eurocard og Visa. Þóttist sjálfur ekki hafa verið málsaðili, en var þó sjálfur höfuðpaurinn.