Af lýsingu Ragnars Önundarsonar að dæma gegndi hann hlutverki burðardýrs eiturlyfjasala. Var nauðugur einn kostur að hlýða skipunum stjórnarmanna og eigenda. Átti ekki kost á annarri vinnu og varð því bara að hlýða. Var bara forstjóri, ígildi burðardýrs. Auðvitað er afleitt, að Samkeppniseftirlitið féllst á dómsátt. Hefði átt að fylgja eftir kröfum um ábyrgð forstjóra, stjórnarmanna og eigenda. Tímabært er, að fólk komizt að raun um, hvort hvítflibbagengi séu alveg ábyrgðarlaus. Við vitum það ekki enn. Burðardýr hafa hingað til verið dæmd til refsingar. En þau eru bara burðardýr, pupull.