Ruglið í gjaldtöku við ferðastaði er að mestu Ragnheiði Elínu Árnadóttur að kenna. Sem ráðherra heldur hún að sér höndum við að leggja varanlega lausn fyrir alþingi. Enda er það í samræmi við vilja nýfrjálshyggjunnar að skrapa löglega almannaeign og breyta henni í einkaeign. Hún valdi umdeilda aðgerð, náttúrupassa, og getur svo ekki komið saman frumvarpi um hann. Eða vill það ekki. Ragnheiður Elín skar líka í fyrrasumar niður öll útgjöld til viðhalds ferðastaða. Stöðvaði líka framkvæmdaáætlun um uppbyggingu þeirra. Allt ber að sama brunni: Villta vestrið við Geysi og Dettifoss er henni nánast einni að kenna.