Lítið heyrist af Ragnheiði Elínu Árnadóttur ráðherra. Hún virðist mest sofa, en rjúka stundum upp með andfælum. Hrópar þá: Ég styð stóriðju fram í rauðan dauðann. Slík slagorð virðast gefast vel í frama innan Sjálfstæðisflokksins. Hjálpa hins vegar lítið við lausn verkefna á skrifborði ráðherra. Hún á til dæmis að vera búin að setja á flot meitlaða tillögu um fjármögnun fjölsóttra ferðamannastaða. Enn er málið á einhverju stigi hugleiðinga um vaskprósentu, ferðapassa eða aðgangseyri. Einfaldast er að hækka vask af gistingu upp í almennan vasko. Ráðherrann þarf að vakna. Kerið er farið og röðin er komin að Geysi.