Rambar milli heimsmeta

Punktar

Loddari þjóðarinnar setur heimsmet hvað eftir annað. Fyrir kosningar sagðist hann setja heimsmet í skuldaleiðréttingu. Skýrði 300 milljarða leiðréttingu í Kastljósi. Þetta var sáraeinfalt, átti að koma strax. Í haust setti hann aftur heimsmet. Sagði í ljósasjóvi í Hörpu, að í næstu viku kæmi reiknivél á vefinn. Þá gætu allir í sárustu einfeldni séð, hvað tékkinn í póstinum yrði hár. Nú hyggst hann enn setja heimsmet. Í stað þess að málið sé svo einfalt, að það gerist fyrst strax, síðan í reiknivél. Nú er komið „Þetta er stærsta upplýsingatækniverkefni Íslandssögunnar“. Straxið er orðið að tæknimartröð.