Rammaáætlun “faghópa”

Punktar

Mig minnir, að rammaáætlun hinna svokölluðu faghópa hafi verið minna fagleg en sumir halda fram. Starfsmenn orkufyrirtækja voru fjölmennir í hópunum og niðurstöður voru sumar undarlegar. Sérstaklega vafasamir ýmsir mælikvarðar í reiknilíkönum. Voru afar verkfræðilegir og tóku lítið tillit til náttúru og fegurðar. Reikningarnir voru líka byggðir á ævintýralegri vanþekkingu á kostnaði, erfiðleikum og rýrnun jarðhitasvæða. Nefna má Reykjanesskaga, sem nánast allur lenti í framkvæmdaflokki á röngum forsendum. Menn sjá það núna greinilega. Núverandi áætlun er því mun skárri en gömul áætlun “faghópa”.