Rammkristin fræði

Punktar

Rammkristin fræði
Rammkristnir menn í Bandaríkjunum opna senn kristinfræðisafn um sögu mannsins frá því er guð skapaði heiminn fyrir um það bil sexþúsund árum að mati safnsins. Safnið er við Cincinnati og kostar hálfan annan milljarð króna. Stephen Bates við Guardian skoðaði safnið og sá þar eftirlíkingar af risaeðlum, sem safnið telur hafa verið uppi skömmu fyrir píramídanna við Cairo. Hægt er að heyra á bandi, hvernig tvö eintök af öllum dýrum jarðarinnar komust fyrir í örkinni hans Nóa. Það eina, sem vantar í safnið, er sönnun þess, að jörðin sé flöt og að um hana snúist sólin.