Oft les ég á vefnum möntruna um, að terror íslamista hafi „akkúrat ekkert“ með trú að gera. Mantran er ekki bara jafnröng og aðrar möntrur, heldur beinlínis kolröng. Terror íslamista á rætur í trúnni. Íslam var frá upphafi herská, fór með sverði um lönd og álfur. Á síðustu öld beið íslamski heimurinn ósigur fyrir vestrænni tækni, gerðist fráhverfur vestrænum áhrifum. Öfgatrú magnaðist meðal súnníta og sjíta. Salafistar og wahabítar túlkuðu kóraninn til miðalda. Sá er vandinn, sem við er að etja. Helmingur múslima í Svíþjóð telur brýnna að fylgja ýktu sharia en landslögum. Þorri danskra múslima telur sig ekki vera Dani.