Meira að segja Guardian fer með rangt mál um IceSave á vefsíðu sinni í dag. Segir, að Íslendingar neiti að borga skuldina við Bretland. Kann að hafa verið meining margra, sem greiddu atkvæði. En þjóðaratkvæðið snerist ekki um það. Heldur um, að þjóðin hafnaði ríkisábyrgð á endurgreiðslum. Þrotabú gamla Landsbankans borgar skuldirnar eftir megni, þar á meðal skuldina við Bretland. Við fáum slæma pressu í útlöndum vegna misskilnings af þessu tagi. Mikilvægt er, að sendimenn Íslands á erlendum vettvangi taki til hendinni. Koma þarf á framfæri, að ekki var hafnað endurgreiðslu, heldur ríkisábyrgð.