Frá Leirubakka í Landsveit til Áfangagils við Valafell.
Leiðin fylgir bílvegi að mestu fyrri hluta leiðarinnar, en í Norðurbotnum er vikið til austurs frá veginum og farin reiðslóð í átt til Valafells. Við förum yfir efstu drög Ytri-Rangár, þar sem hún sprettur fram í ótal lindum og sameinast í einni kvísl. Við hana eru grænir bakkar, sem stinga í stúf við vikurbreiðurnar umhverfis. Víðir og hvönn eru í hólmum kvíslarinnar. Síðan tekur við berangurslegt Sölvahraun. Sunnan við þessa leið er mikil vinnsla á vikri til útflutnings.
Förum frá Leirubakka í 100 metra hæð norðvestur með þjóðvegi 26 um Galtalæk og Lönguhlíð, um Merkurhraun, tunguna milli Þjórsár og Ytri-Rangár, unz við komum norður fyrir Fossabrekkur í Rangárbotnum. Þar beygjum við af veginum austur yfir Rangá og um Rangárbotna norðan Sauðafells í Sölvahraun. Þar förum við yfir Landmannaleið á slóð, sem liggur til norðurs vestan við Ölduna. Fylgjum þeirri slóð að hliðarslóð til austurs að skálanum í Áfangagili í 310 metra hæð.
27,0 km
Rangárvallasýsla
Skálar:
Áfangagil: N64 06.051 W19 34.499.
Nálægir ferlar: Heklubraut, Hraunin, Rauðkembingar, Fjallabak nyrðra, Sauðleysur.
Nálægar leiðir: Stóruvallaheiði, Réttarnes, Skarfanes, Valafell.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson