Ræða Geirs Jóns, fyrrum yfirlöggu, hjá Sjálfstæðisflokknum var undarleg blanda rangfærslna og firringar. Sagði rangt frá ástæðum fyrir handtökum. Fjölyrti um meiðsli löggumanna, þótt dómstóll hafi engin talið þau vera. Enn talar hann um, að þingmenn hafi stýrt ófriði við Alþingishúsið, þótt engin gögn séu til um það. Ef rétt væri hjá honum, að líf Geirs H. Haarde hafi verið í hættu við Stjórnarráðshúsið, hefði Hallgrímur Helgason verið kærður, sem hann ekki var. Óþægilegt er að sjá, hversu veruleikafirrtar hugmyndir þáverandi yfirlögga hefur enn um einstaka þætti búsáhalda-byltingarinnar.