Ranghali

Frá Flugumýrarhvammi í Blönduhlíð um Ranghala og Hvammsdal að Hvammi í Hjaltadal.

Þessi leið er ekki fær hestum. Ranghali er brattur og grýttur, en þurr árfarvegur og hættulaus.

Byrjum við þjóðveg 76 hjá Flugumýrarhvammi. Förum austur að Flugumýrarhvammi og síðan austur í mynni Hvammsdals og þaðan norðaustur Ranghala. Þar komumst við krókótta og þrönga leið milli Hjaltastaðafjalls að norðvestanverðu og Tungufjalls að suðvestanverðu. Úr Ranghala förum við norðaustur í Austurdal og síðan norðaustur dalinn inn að botni. Þar förum við norður og upp úr Austurdal á heiðina í 1040 metra hæð. Þar komum við á aðra leið upp úr Vindárdal. Þar náum við greiðri en brattri leið norðaustur í Hvammsdal. Eftir dalnum er bein leið að Hvammi.

17,4 km
Skagafjörður

Ekki fyrir hesta
Mjög bratt

Nálægar leiðir: Grænuvötn, Kattárdalur, Kotagil, Suðurárdalur, Ullarvötn, Vindárdalur

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins