Að svo miklu leyti sem Geir Haarde hefur skoðanir, er ég þeim ósammála. Verð þó að taka undir orð hans um skuldatryggingarálag íslenzka ríkisins. Fjarstæðukennt er, að ríki, sem skuldar næstum ekki neitt, sé látið borga slíkt álag. Það sýnir bara, hversu mikill munur er á veruleika og ímyndun. Fyrir ári var ekkert slíkt álag á ríkið. Því miður nýtur ríkisstjórnin ekki trausts í útlöndum og Seðlabankinn enn síður. Hægagangur og fálm síðustu vikna stuðla að vantrausti í útlöndum. Geir og Davíð hafa ekki hagað sér eins og þeir séu marktækir. Af því stafar fráleitt skuldatryggingarálag.