Sádi-Arabía og Tyrkland hafa lokað lofthelgi sinni fyrir bandarískum eldflaugum, þar sem sumar þeirra fara svo villar vega, að þær lenda í röngum löndum. Þrjár hafa þegar lent í Tyrklandi, svo að sitthvað er athugavert við hina margrómuðu nákvæmni þeirra. Enda er bandaríska herstjórnin eftir margar afneitanir farin að viðurkenna, að eldflaugin, sem lenti á útimarkaði í Bagdað, hafi getað verið bandarísk. Jonathan Weisman skrifar um þetta í Washington Post.