Rangt var að redda Glitni

Punktar

Glitnir hefði átt að fá að rúlla og deyja. Það hefði gerzt um miðja viku. Fyrst hefði bankastjórinn lokað sjoppunni til að hindra áhlaup. Gengi hlutabréfa bankans hefði farið niður fyrir núll og sparifjáreigendur hefðu lamið hurðir bankans. Þá fyrst hefði ríkisstjórnin átt að koma að málinu. Með yfirlýsingu um, að ríkið eitt gæti tryggt innistæður, hefði stjórnin slegið á hendur annarra lysthafenda. Hefði yfirtekið bankann fyrir túkall. Sett inn alvörubankastjóra, opnað aftur fyrir afgreiðslu og sett inn tuttugu milljarða. Hefði þá sparað skattgreiðendum sextíuogfjóra milljarða.