Rannsókn á lífeyrissjóðum

Punktar

Við þurfum óháða rannsókn á lífeyrissjóðunum, ekki innri rannsókn á vegum sjóðanna sjálfra. Þurfum að fá að vita um magn fjárfestinga utan við reglur sjóðanna. Sömuleiðis um skýringar á þessum fjárfestingum. Einnig lista yfir þá stjórnendur og stjórnarmenn, sem komu að brengluðum ákvörðunum. Og hvaða upphæðir eru á hverjum fyrir sig. Þurfum líka skýringar á, hvers vegna þetta brenglaða fólk er enn við völd hjá sjóðunum. Og hvenær má búast við, að það verði leyst frá störfum sínum hjá sjóðunum. Loks þurfum við að fá tímaáætlun um, hvenær stjórnir sjóðanna verða beint skipaðar af eigendum innistæðna.