Rannsóknafréttir

Punktar

Fréttin um kynjamismun í fótboltapeningum fór eins og eldur í sinu um þjóðfélagið. Rannsóknarfrétt Henrys Birgis Gunnarssonar í Fréttablaðinu var pottþétt vel unnin, enda hefur enginn getað dregið tölurnar í efa. Knattspyrnusambandið stóð á gati með framkvæmdastjórann týndan úti í Englandi. Mikill munur er á þessari rannsókn og rannsókn Extrabladet í Kaupmannahöfn á íslenzkum umsvifum þar í bæ. Að svo miklu leyti sem hægt er að skilja fréttirnar, virðast þær ekki segja neitt merkilegt eða nýtt. Eftir stendur ómarkviss rannsókn og rambandi texti hjá Extrabladet, ónýtt fréttamál.