Ránsferðin mistókst

Punktar

Siðlaust er, að hópar skrái sig á síðustu stundu inn í félög til að yfirtaka þau á aðalfundi. Guðmundur Franklín Jónsson, Vilhjálmur Birgisson, Ásgerður Jóna Flosadóttir og Eiríkur Stefánsson reyndu að yfirtaka Neytendasamtökin á föstudaginn. Vildu breyta áherzlum samtakanna frá hefðbundinni þjónustu við kaup á vöru og þjónustu yfir í andstöðu við lánavísitölu. Atlagan mistókst, sem betur fer. Vilji menn framgang einhvers málefnis, stofna þeir samtök, en ræna ekki óviðkomandi samtökum. Atlagan var ykkur til skammar, Guðmundur, Vilhjálmur, Ásgerður og Eiríkur. Stimplaði ykkur sjálf sem óvini neytenda.