Rasismi leyfður

Punktar

Hér á landi er sem betur fer enn leyfilegt að tjá skoðanir. Einnig er leyfilegt að tjá rangar skoðanir. Það er að segja skoðanir, sem falla ekki að félagslegum réttrúnaði. Fólki leyfist til dæmis að vera rasistar. Það má vera andvígt búsetu fólks, sem ekki rekur ættir til íslenzkra langfeðga. Það er ekki fyrr en rasismi verður að ofbeldi, að lögin taka á honum. Af því að ofbeldi er ólöglegt, þótt rasismi sé löglegur. Alveg eins og menn mega vera í mótorhjólaklúbbum og tjá þar sérkennilegar skoðanir. Þangað til þeir fara að beita ofbeldi. Þá kemur löggan. Það er vendipunkturinn.