Mikið farinn reiðhringur hestamanna á svæði Fáks í Elliðaárdalnum eftir að frost er að farið úr jörðu.
Um Rauðhóla segir Vísindavefurinn: “Rauðhólar eru þyrping af gervigígum – fyrirbæri sem sagt er að ekki hafi fundist annars staðar en á Íslandi og reikistjörnunni Mars. … Gervigígar myndast þegar hraun rennur út í grunnt vatn eða yfir votlendi. … Rauði liturinn stafar af örsmáum ögnum af hematíti sem myndaðist í gosinu við oxun járns í bráðinni af völdum gufu. … Helluhraun rennur í göngum út í vatn með vatnsósa seti. Kvikutotur þrýstast niður í setið, hvellsuða verður og gjall brýst gegnum þak hraungangsins upp til yfirborðsins. Kvika heldur áfram að streyma að og toturnar seylast æ dýpra niður í setið uns þær ná (í þessu tilviki) niður í jökulbergið undir. … Rauðhólarnir urðu til fyrir 4700 árum.”
Byrjum í hesthúsahverfi Fáks í Faxabóli við Elliðaár. Förum um hesthúsin í Víðidal yfir götuna Hundavað og áfram norður og undir þjóðveg 1 við Rauðavatn. Þar förum við til austurs meðfram vatninu og síðan skógargötu frá austurhorni vatnsins að Almannadal. Þar förum við undir þjóðveg 1 og inn í Rauðhóla. Förum slóðina áfram yfir reiðbrú á Bugðu og áfram um Norðlingaholt og undir Elliðabraut að hestahúsahverfi Fáks.
7,9 km
Reykjavík-Reykjanes
Nálægir ferlar: Elliðaárdalur, Rauðavatnshringur, Jórukleif.
Nálægar leiðir: Mosfellssveit, Kóngsvegur, Dyravegur, Elliðavatn.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson