Rauði krossinn reiðist

Punktar

Rauði krossinn forðast yfirleitt að fordæma ríki. Hann hefur þó brugðið af þeirri venju í máli rúmlega 600 fanga, sem Bandaríkin hafa haft í haldi í Guantanamo-flóa í tvö ár án dóms og laga. Fangavistin stríðir gegn Genfarsáttmála, er án nokkurs skilgreinds enda og án lögfræðilegrar aðstoðar við fangana. Rauði krossinn hefur lýst þetta “óhæfu”. Vestrænt dómkerfi og siðferði gera ráð fyrir, að fangar séu annað hvort kærðir eða þeim sleppt. Ástandið í fangabúðunum er svo slæmt, að rúmlega 20 fangar hafa reynt að fremja sjálfsmorð. Mál þetta sýnir vel, hve langt út af kortinu Bandaríkin eru komin undir núverandi ríkisstjórn. Neil A. Lewis skrifar um þetta í New York Times.