Raunasaga patentlausna

Punktar

Með Ólafslögum kom Ólafur Jóhannesson á fót verðtryggingu fjárskuldbindinga. Þótti þá gott, en reyndist annmörkum háð. Eins og ýmsar aðrar patentlausnir Framsóknar, svo sem fíkniefnalaust Ísland árið 1999, 90% húsnæðislán árið 2003 og 20% niðurskurð húsnæðisskulda árið 2009. Jafnan þurfa menn að gæta hófs við að koma lýðskrumi í framkvæmd. Meðan við höfum krónu og verðbólgu, þurfum við verðtryggingu. En kannski væri gott að prófa að setja þak á hana. Segja til dæmis að samanlagður kostnaður af rekstri lána megi ekki samsvara meiru en 20% ársvöxtum. Þá væri um leið komið böndum á smálánin illræmdu.