Raunir dauða mannsins

Punktar

Ættingjar Lal Bihari í Indlandi tilkynntu til spilltra yfirvalda fyrir 18 árum, að hann væri dauður, til að komast yfir eignir hans. Síðan hefur Bihari reynt að fá ríkið til að viðurkenna, að hann sé á lífi. Það hefur ekki tekizt, þótt hann hafi stofnað Samtök Látinna með þúsundum annarra Indverja, sem hafa lent í sömu vandræðum,. Grínsamtökin IgNobels ætluðu nýlega að veita honum IgNobels friðarverðlaunin og buðu honum til afhendingarhátíðar í Harvard. Hann fékk indverskan passa, þótt hann væri formlega dauður, en fékk hins vegar ekki bandaríska áritun, af því að dauðir menn eru væntanlega hættulegir öryggi Bandaríkjanna. BBC segir frá þessu og öðrum IgNobels verðlaunahöfum.