Umræðan um stuld Only-Dreemin á ljósmyndum Rebekku Guðleifsdóttir hefur verið þurrkuð út hjá Flickr, dótturfyrirtæki Yahoo. Þar voru myndirnar til sýnis. Stuldurinn hafði vakið mikla athygli og reiði meðal netverja. Mörg hundruð manns fordæmdu stuldinn á vefnum. Nú hefur Flickr sett upp gleraugu ritskoðunar og eytt umræðunni. Þetta hefur síðan vakið mikla umræðu á Digg, þar sem allir fordæma ritskoðun Flickr-Yahoo. Vefurinn er ekki eins frjáls og margir halda. Stórfyrirtækin gleypa minni fyrirtæki og taka upp harðari hagsmunagæzlu. Microsoft er t.d. í samsæri með Kínastjórn gegn netverjum.