Forsætisráðherra fékk að þrugla þindarlaust í fréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Réðist á eigin nefnd og þóttist vera að skamma stjórnarandstöðuna á alþingi. Fréttamaðurinn gerði enga tilraun til að koma loddaranum upp á sporið. Nefndin taldi, að ekki væri að sinni hægt að afnema verðtryggingu og Sigmundur Davíð var reiður yfir því. Ég skildi ekkert í málflutningi hans, annað en að hann var að rífast við eigin nefnd. En svona er forsætis, talar út og suður eins og hann sé í öðru sólkerfi. Og viðkomandi fjölmiðill gerði engar athugasemdir, rétt eins og sjónvarpið sé bara hundur hjá rugludalli.