Samkvæmt ítölskum fasisma Mussolinis átti fólk að standa saman stétt með stétt um eina stefnu, sem Mussolini ákvað. Eins og kaþólska kirkjan var fasisminn andvígur frjálslyndi. Þegar talað er núna um skoðanafasisma er átt við, að ekki sé bara ein skoðun rétt, heldur sé refsivert að birta aðra skoðun. Því brenndi kaþólska kirkjan fólk í gamla daga fyrir að segja jörðina hnöttótta og snúast um sólina. Skoðanafasismi okkar daga telur, að þagga beri niður tjáningu vondra skoðana. Þær geta til dæmis verið múslimahatur, útlendingahatur, nýbúahatur eða hommahatur. Skoðanafasismi vill refsa fólki að lögum fyrir að tjá vonda skoðun.