Bandaríkin hafa hætt hernaðaraðstoð við 35 þróunarríki, sem létu undir höfuð leggjast að undirrita tvíhliða samkomulag um að draga ekki bandaríska ríkisborgara fyrir nýja stríðsglæpadómstólinn í Haag. Þeim hafði verið gefinn frestur til 1. júlí. Ekki var hætt hernaðaraðstoð við 27 önnur ríki, sem heldur ekki hafa undirritað. Frá þessu segir m.a. Associated Press. Í tilefni af þessu hefur Evrópusambandið ítrekað stuðning sinn og ríkja þess við dómstólinn.