Refur beit kú

Punktar

International Herald Tribune segir frá samstarfi nokkurra bandarískra háskóla við landvarnaráðuneyti Bandaríkjanna um hugbúnað, sem les efni í erlendum fjölmiðlum og mælir andstöðu þess við stefnu Bandaríkjanna. Hugbúnaðurinn fann hættulegan texta um, hvernig refur beit kú í Rúmeníu og eins konar uppljóstrun um, að Bandaríkin séu eina ríkið í heiminum, sem hafi beitt kjarnorkuvopnum. Það vita raunar allir án þess að hafa hugbúnað. En nú má loksins vænta þess, að maður verði númer, komist á blað vestan hafs.