Halldór Ásgrímsson heyktist í gær á að nefna Finn Ingólfsson eftirmann sinn og nýjan ráðherra. Hann ætlar að bíða með það til hausts og safna fylgi um Finn á ferðum um landið í sumar. Halldór vill hvorki, að Guðni Ágústsson né Siv Friðleifsdóttir taki við. Finnur er honum meira að skapi, enda er hann fulltrúi sömu spilltu sjónarmiðanna og Halldór er sjálfur. Finnur var á sínum tíma mesti refur íslenzkra stjórnmála og náði miklum fúlgum út úr sölu Búnaðarbankans. Afturkoma hans mun tryggja, að þjóðin fær ekki traust á hugsjónalausum og syndum spilltum flokki við brotthvarf Halldórs.