Reglufastur helgileikur

Punktar

Hafinn er reglufastur helgileikur um smíði texta, sem enginn valdamaður les. Smíði stefnuskrár Sjálfstæðisflokksins fyrir landsfund og á fundinum. Nefndir eru að skila plöggum, sem fara í vinnslu í málefnanefndum fundarins og síðan samþykktar einróma. Við munum eftir frægum slíkum. Til dæmis þjóðaratkvæði um framhald Evrópuviðræðna. Til dæmis um gildi markaðarins í samfélaginu. Engum flokksforingja dettur í hug að fara eftir þessu. Þeir munu hér eftir sem hingað til þrengja markaðsfrelsi og víkka pilsfald hins opinbera fyrir gæludýrin. Predika eitt og gera öfugt. Hápunktur lífs óbreyttra bjána er að fá að taka þátt í að semja stefnu, sem aldrei er lesin.