Alþjóðlega kreppan og séríslenzka hrunið eiga sömu rót. Í Bandaríkjunum, Bretlandi, Íslandi og víðar hefur verið rekin frjálshyggja í fjármálum. Í tvo áratugi hafa ráðamenn neitað að leggja bönd á fjármagnshreyfingar og fjármálastofnanir. Vilja ekki regluverk og eftirlitsiðnað. Skortur á hömlum leiddi til sífellt meiri ævintýra í meðferð fjármuna. Og nýrra aðferða við að búa til ímyndaða fjármuni. Þessar aðferðir hafa verið óspart notaðar hér á landi. Sett var upp bitlaust fjármálaeftirlit, sem gaf Glitni gæðastimpil viku fyrir hrunið. Okkur vantar regluverk og eftirlit, ekki frjálshyggju.