Reiða hægrið rambar

Punktar

Kannanir sýna tilfærslu fylgis frá Borgarahreyfingu til Sjálfstæðisflokks. Raunar eina breytingin frá kosningunum. Sýnir pólitískt fyrirbæri, sem er hliðstætt bandarísku fyrirbæri. Það er reiða hægrið. Venjulega er það reitt út í ríkisvaldið, hatar báknið. Í vor yfirgaf það Sjálfstæðisflokkinn, sem hafði þanið út ríkið og stýrt því út í bankahrun. Núna telur reiða hægrið sig ekki lengur eiga samleið með Borgarahreyfingunni. Hefur í staðinn tekið trú á firruna, að bankahrunið sé núverandi ríkisstjórn að kenna. Hefur aftur rambað í faðm Flokksins, sem er farinn að hata báknið, sem hann bjó til.