Reiðareksstefna á sigurbraut

Fjölmiðlun

Eiður Svanberg Guðnason birtir daglega vefpistla um hörmulega íslenzku í fjölmiðlum. Kallar þetta reiðareksstefnu, sem studd sé af málfarsráðunauti Ríkisútvarpsins. Ef svo fer, sem horfir, leggjast niður tíðir, hættir, myndir, tölur og föll. Íslenzka verður nánast beygingalaus eins og danska og enska. Tungumálið verður vafalaust léttara í vöfum og þjónar áfram hlutverki mannlegra samskipta. En ósköp verður það flatt. Fyrir fáum áratugum kunnu blaðamenn íslenzku og þótti hún ekki tiltakanlega erfið. Nú þykjast menn vera atvinnumenn í fjölmiðlun og kunna samt ekkert á sjálft atvinnutækið.