Í Bandaríkjunum eru auglýsingar um fasteignir, bíla og atvinnu komnar á vefinn. Framhjá vefsíðum fjölmiðlanna. Dagblöðin hafa tapað þessari ódýru seðlaprentun. Íslendingur eru eins netvæddir og Bandaríkjamenn og ættu því að hafa stigið yfir þröskuldinn. Sem betur fer fyrir dagblöðin hefur það aðeins gerzt í bílunum. Mogginn er enn þykkur af atvinnu á sunnudögum og af fasteignum á mánudögum. Óhjákvæmilegt er, að þetta fari að breytast. Það er bara náttúrulögmál, að flokkaðar auglýsingar eiga heima á vefnum. Mun koma sér illa fyrir Fréttablaðið. En verður endanlegt reiðarslag fyrir Moggann.