Sigmundur Davíð er ekki einn um að geta ekki svarað spurningum. En hann er ýkt dæmi og verður þar á ofan reiður, þegar spurningar eru ítrekaðar. Annað hvort er hann forstokkaður og vill ekki svara, eða hann skilur þær ekki. Líklega er það blanda af hvoru tveggja. Hann virðist hafa takmarkaðan skilning og verða að halda sig innan þröngs ramma, sem hann er látinn læra. Fari spurning út fyrir rammann, er hann alveg týndur. Til dæmis getur hann ekki útskýrt, hvers vegna „leiðréttingin“ sé mikilvægari en Landspítalinn. Svar hans eru nánast: Af því bara. Sérstakt við Sigmund Davíð er svo reiðin, er heltekur hann í getuleysinu.